UNICEF-hreyfingin

Miðvikudaginn 24. maí ætlar Hrafnagilsskóli að taka þátt í UNICEF- hreyfingunni í samstarfi við UNICEF á Íslandi líkt og undanfarin ár. Þá gefst nemendum skólans kostur á að safna fé í þágu barna í fátækari ríkjum heims.
Þennan dag fá allir nemendur heimskort og á það geta þeir safnað 12 límmiðum. Til þess að fá einn límmiða þarf að leysa ákveðna þraut sem verður í boði þennan dag. Þrautirnar eru fjölbreyttar og geta t.d. verðið vatnsburður, leikjabraut, hjólböruakstur og margt fleira.
Nemendur safna áheitum þar sem þeir fá ákveðna upphæð fyrir þá límmiða sem þeir vinna sér inn. Áheitin eru skráð á umslögin og að UNICEF – deginum loknum skila nemendur umslögunum í skólann með þeirri upphæð sem þeir söfnuðu.

Á heimasíðu UNICEF-hreyfingarinnar er að finna nánari upplýsingar um þetta verkefni. Eins má finna myndband á Youtube um áherslur UNICEF-hreyfingarinnar árið 2017.
https://unicef.is/unicef-hreyfingin
https://youtu.be/A3HPWDPS6Pk

 

22.maí 2017|