Skólaárið 2016 – 2017 höfum við í Hrafnagilsskóla lagt aukna áherslu á útikennslu en margra ára hefð er fyrir útikennslu við skólann.

Í vetur hefur Hadda smíðakennari og listakona farið einu sinni í viku ásamt bekkjum og bekkjarkennurum upp í útikennslustofuna í Aldísarlundi og kennt bæði fullorðnum og börnum ýmislegt varðandi skóginn og framkvæmt þar ýmis verkefni með hópunum. Síðustu vikur hafa nemendur fengið fræðslu um íslenska birkið og tekið þátt í að safna birkisafa en það er einungis hægt að gera frá því að frost fer úr jörðu og þar til laufblöð trjánna springa út.

Öflugur hópur foreldra reisti skýli í Aldísarlundi sem mun nýtast vel, sérstaklega þegar kalt er í verðr og blautt. Við þökkum foreldrum fyrir framtakið og vinnuna.

Fyrstu vikuna í maí nýttu nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla blíðviðrið og færðu kennslu og nám út að miklu leyti. Á kennarafundi sem kallaður er fræðandi fimmtudagur tóku Hadda og Hulda á móti starfsmannahópnum í Aldísarlundi með tilheyrandi fræðslu og skógarveitingum.

Hér er að finna myndir frá útiveru nemenda og starfsmanna í maíbyrjun.