Fallið hefur verið frá því að streyma samverustundinni í dag 5. maí beint á fésbókarsíðu skólans. Ábendingar frá foreldrum hafa borist skólanum þar sem beðið er um betri kynningu á hvað bein útsending feli í sér og að leitað sé eftir samþykki foreldra. Við munum því skoða málið aftur í haust. Foreldrar nemenda í 3. bekk munu hins vegar geta nálgast tónlistaratriði sinna barna inni á lokaðri fésbókarsíðu bekkjarins.

Fyrri frétt: Á morgun föstudaginn 5. maí ætlum við í Hrafnagilsskóla að streyma samverustundinni okkar klukkan 8:15 – 8:35 á fésbókarsíðu skólans. Þá mun verða hægt að fylgjast með á rauntíma. Meðal annars verður tónlistaratriði frá nemendum 3. bekkjar undir umsjón Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara skólans. Í framtíðinni er hugmyndin að streyma einni samverustund á mánuði.