Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, föstudaginn 24. mars og hefst kl. 20:00.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stutt leikrit úr bókinni ,,Fólkinu í blokkinni“ og einnig er stuðst við samnefnda þætti.

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna honum eins og henni er einni lagið.

Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir grunnskólanemendur, 1.400 kr. fyrir eldri og frítt fyrir þá sem hafa ekki náð grunnskólaaldri. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla