Þriðjudaginn 14. mars ráðgerum við að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall. Þessi dagsetning er háð því að veður verði skaplegt. Þeir nemendur sem ætla að leigja skíði eða bretti  í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli verða að panta búnaðinn fyrirfram, þá verður mun fljótlegra að fá skíðin afgreidd þegar við komum. Til þess að þetta sé hægt þurfa foreldrar að senda tölvupóst á nanna@krummi.is  þar sem fram kemur að barnið megi panta sér skíði/bretti og hvort barnið sé byrjandi eða vant. Við mælum hæð, þyngd og skóstærð nemandans og komum þeim upplýsingum til starfsmanna skíðaleigunnar á mánudagsmorgun. Þeir sem ætla að nýta sér þetta verða að hafa samband eigi síðar en fimmtudaginn 9. mars svo hægt verði að mæla og vigta nemendur fyrir helgi. Börnin greiða fyrir búnaðinn hjá Nönnu þegar mælingar eru teknar.

Annar möguleiki er að leigja skíði hjá Skíðaþjónustunni í Fjölnisgötu og ef foreldrar ætla að gera það hafa þeir samband beint þangað.

Verð eru eftirfarandi:

  • Skíði/bretti í Hlíðarfjalli kr. 2.200.
  • Skíði/bretti í Skíðaþjónustunni kr. 1.900.

Við ætlum að fara að morgni og koma til baka að skóla um kl. 14:00. Skólabílar keyra alla, nesti kemur úr mötuneyti og árshátíðarsjóður nemenda greiðir lyftugjöld. Starfsfólk skólans segir byrjendum til. Nemendur geta haft með sér aukanesti og mega koma með peninga til að versla í veitingasölunni í Hlíðarfjalli. Allir þurfa að vera hlýlega klæddir og það er skylda að vera með hjálma en þá er hægt að fá lánaða í Hlíðarfjalli. Það er leyfilegt að koma með sleða með sér og renna sér í nágrenni við ,,hótelið“.

Foreldrar þurfa að tilkynna umsjónarkennara ef börn þeirra eiga ekki að ferðast með skólabíl. Að sjálfsögðu eru allir foreldrar og forráðmenn velkomnir með en sjá þá sjálfir um skíðabúnað sinn og mat.

Frístund verður með eðlilegum hætti eftir skíðaferðina.

 

Með góðri kveðju,

skólastjórnendur