SkírnirMárÞessi grein fjallar um kosti og galla þeirra valgreina sem eru í boði og skólastarfið.

Valgreinarnar í þessum skóla eru flestar allar mjög skemmtilegar og oft er erfitt að velja á milli. Valgreinarnar í vetur eru með öðru móti en verið hefur, eins og jóga, tilraunir, útivist en allt þetta eru samt gagnlegar valgreinar. Í jóga læri ég að slaka á og fara í hugleiðslu. Í tilraunum er ég bæði að gera eitthvað skemmtilegt og einnig að fræðast um mismunandi tegundir efna. Í útivist er farið út í gönguferðir. Við lærum að klæða okkur eftir veðri og fræðumst meira um náttúruna. Það er gott að fara út að hlaupa og hreyfa sig í stað þess að sitja inni á óþægilegum stólum. Skemmtilegustu valgreinarnar að mínu mati eru boltagreinar, borðtennis, bakstur. Í boltagreinum finnst mér ég vera á mínum stað því að fótbolti og körfubolti eru uppáhaldsgreinarnar mínar, svo er Tryggvi líka svo góður kennari. Hann ýtir mér alveg út á ystu nöf til að ég nái meiri árangri. Í borðtennis er líka æðislegt. Þegar ég var að velja fögin mín í fyrra sá ég borðtennis. Ég hugsaði, þetta er örugglega eitthvað spennandi og gaman, sem varð. Mér fannst ég kynnast krökkunum betur og ég kynntist Palla líka svolítið betur. Það er líka gaman í bakstri. Ég er alltaf að læra að baka eitthvað nýtt og smakka eitthvað nýtt. Einnig er félagsskapurinn með öðrum nemendum á unglingastigi í faginu góður sem og að hafa Ellen sem kennara.

Svo er það skólastarfið. Mér finnst skólastarfið mjög gott,  t.d. gangaverðirnir. Þeir eru alltaf eitthvað svo hressir og kátir. Það má heldur ekki gleyma æðislegum kennurum á unglingastigi.  Þau eru öll svo góð og ákveðin í að undirbúa okkur vel fyrir framhaldsskólann. Ég er með Ásu og það er ÆÐISLEGT. Hún er alltaf svo hress og kát og alltaf tilbúin að hjálpa manni og koma manni áfram í öllu. Svo er það Laufey, ef hún væri ekki að kenna mér stærðfræði, þá væri ég örugglega bók á eftir hinum krökkunum. Sumir spyrja mig ertu þarna inni bara til að fá svör? Ég svara alltaf nei því ég er þarna inni til að læra, því Laufey getur hjálpað mér með það sem ég skil ekki sem  auðveldar mér að skilja námsefnið.

Ég er mjög ánægður með skólann minn, námið, fjölbreyttar valgreinar, gott mötuneyti og bekkinn minn.  Mér finnst sú þjónusta og fjölbreyttar námsgreinar sem skólinn veitir mér sem og öðrum nemendum mjög góð. Það á örugglega eftir að nýtast mér er ég fer í framhaldsskóla. Ég legg mig líka allan fram í náminu. Með því móti næ ég árangri bæði í bóklegum og verklegum greinum. Hvort sem það eru valgreinar eða aðrar grunngreinar á stundatöflu.

.