KristbjörgAlmenn heilsa og heilbrigði er mjög mikilvægt í daglegu lífi okkar allra. Góð heilsa og heilbrigði stuðlar að góðu skapi og betri geðheilsu sem að skiptir samfélagið miklu máli í samskiptum. Mikilvægur þáttur í góðri heilsu og góðu skapi er rétt líkamsstaða. Mig langar að benda á nokkur atriði sem betur mega fara á unglingastigi í Hrafnagilsskóla.

Í fyrsta lagi ætla ég að taka síma sem dæmi. Við á unglingastigi megum ekki vera með þá í tímum en við megum stundum hlusta á tónlist í þeim og við fengum leyfi til að hafa þá í frímínútum. Líkamsstaða okkar þegar að við erum í símunum okkar er ekki góð. Þegar að þú ert í símanum þínum situr þú alltaf með bogið bak og með axlirnar fram. Sú staða fer rosalega illa með til dæmis bakið og hálsinn á þér og þú ferð á endanum að finna til og fá verki. Það er búið að vera mikið í fréttum undanfarið að krakkar byrja að ala með sér kryppu frá unga aldri vegna mikillar símanotkunar. Það sama gerist ef að þú situr við borð eða í stól sem er of lágur eða of hár, of lítill eða of stór.

Mér finnst vanta stillanleg borð og stóla í margar stofur einfaldlega vegna þess að það er mikilvægt að sitja rétt. Unglingar eru misjafnlega stórir og því mjög skrítið að það sé ekki hægt að stilla borð og stóla í kennslustofunum á unglingastigi. Við sitjum ekki rétt ef við erum ekki í réttri hæð. Ef að stóllinn er of hár erum við með of bogið bak, þá erum við alltaf með einskonar kryppu. Afleiðingarnar af því geta verið verkir í hrygg, mjóbaki og fleira. Ef  stóllinn er of lágur þá erum við alltaf með axlirnar spenntar og það getur valdið til dæmis vöðvabólgu.

Það eru stillanlegir stólar inni í 7. bekkjar stofu og tölvustofunni og mér finnst persónulega miklu betra að sitja á þeim stólum. Ef það koma stillanlegir stólar inn í stofurnar á unglingastigi held ég að krakkarnir hafi meiri þolinmæði til að sitja lengur vegna þess að það er þægilegra að sitja en áður. Stólarnir þurfa ekki að vera með hjólum, það eina sem að þarf að vera hægt, er að hækka og lækka á einhvern hátt.

Að lokum vil ég segja að það má ekki gleyma að maður fær bara einn líkama yfir æfina og maður á að fara eins vel með hann og maður getur. Mikilvægt atriði í því er að hafa rétta

líkamsstöðu, sem að við stuðlum að með góðri vinnuaðstöðu.

Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir

8. bekkur