BjarturHrafnagilsskóli er grunnskóli sem er staðsettur í Eyjafjarðarsveit. Það eru um það bil 150 nemendur í skólanum og að mínu mati er þetta frábær skóli. Þrátt fyrir það hefur skólinn sína kosti og galla eins og aðrir skólar.  

  Fyrsti kosturinn er að í skólanum eru mjög góðir kennarar. Þeir hjálpa manni alltaf og þeir eru svo skemmtilegir. Í flestum bekkjum í skólanum er ákveðið traust á milli nemanda og kennara sem er mjög gott. Við erum með bókasafn í skólanum sem að gefur okkur gott aðgengi að bókum og blöðum. Þá er mötuneytið í skólanum okkar frábært. Þar er fjölbreyttur matur og  nóg af öllum fæðutegundum. Maturinn hér er mjög  hollur og góður. Ég heyrði líka að skólinn okkar væri með  eitt af bestu mötuneytum á landinu sem er gott að því að það er ekki þægilegt að vera svangur í tíma. Það er samt leiðinlegt hvað við hendum miklum mat úr mötuneytinu en við hendum um 1.4 tonni af mat á ári sem er andvirði um 2.1 miljón króna! Við verðum að stöðva það og ég veit að við getum það.

Að mínu mati er Hrafnagilsskóli mjög framarlega í tækninni. Allar stofurnar eru með skjávarpa og innbyggt hljóðkerfi, svo erum við líka með tölvustofu og þar lærum við að forrita og margt fleira um tölvur sem er frábært. Við erum líka með risa stóran íþróttasal með öllum tækjum og tólum sem við þurfum. Að lokum langar mig að nefna náttúrufræðistofuna sem kost en þar getum við gert tilraunir og skoðað dauð dýr.

Gallarnir við skólann eru ekki beint stórir. Það yrði frábært ef það væri hægt að setja einn örbylgjuofn niður á unglingastig til þess að nemendur gætu hitað eitthvað upp t.d kakó, súpu, samlokur og margt fleira. Það er mjög auðvelt að bæta þennan galla því það er  örugglega hætt að finna einn ódýran örbylgjuofn í t.d Elko.

Það er gaman að skoða alla kostina og gallana en ég held að ég sé mjög heppinn með skóla. Hrafnagilsskóli er góður skóli og hefur marga góða kosti en ef ég mætti velja einn kost sem minn uppáhalds þá væru það kennararnir að því að ef að kennararnir væru leiðinlegir eða ekki hjálpsamir þá gengi mér ekki jafn vel að læra. Gallarnir við skólann minn eru ekki margir  og flesta þeirra er hægt að bæta á mjög auðveldan hátt eins og ég sýndi fram á með dæminu um örbylgjuofninn.

 

Bjartur Baltazar

8. bekk