Útikennsla í 2. bekk

Þetta skemmtilega verkefni var unnið í útikennslu nemenda í 2. bekk. Fyrir ári síðan var nemendum kennt að vefa úr garni í textílmennt en nú ári seinna var ákveðið að rifja upp þá kunnáttu og færa út í náttúruna. Nemendur höfðu gaman að þessari vinnu og afraksturinn eru þessi fallegu listaverk.
21.september 2017|

Dagur læsis

Föstudaginn 8. september var dagur læsis á Íslandi og lásu þá allir í skólanum á sama tíma. Bæði stórir og smáir lásu í tuttugu mínútur og algjör kyrrð var meðan á lestrinum stóð. Gaman var að sjá fjölbreytni í bókum og lestraraðstæðum. Hér má sjá myndir frá deginum.

12.september 2017|

Útivistardagur

Þriðjudaginn 5. september var göngu- og útivistardagur skólans. Þrjár gönguleiðir voru valdar. Stysta leiðin var frá Hömrum yfir í Kjarnaskóg og gengu nemendur á yngsta stigi þá leið. Nemendur á mið- og unglingastigi gátu valið milli þess að ganga frá Naustaborgum yfir í Kjarnaskóg eða leiðina frá gömlu ruslahaugunum, upp í Fálkafell, að Gamla og […]

7.september 2017|
Load More Posts